Samantekt úr hlekk 6

Í þessum hlekk fjölluðum við um jarðfræði, líffræði og Þjórsá.

 • Lindár: hitinn og vatnsmagnið er tiltölulega jafnt allt árið. Bakkarnir eru vel grónir.
 • Dragár: er bergvatnsá. Hiti og vatnsmagn fer eftir veðráttu.
 • Jökulár: eiga aðalupptök sín í jökli. Þær. Enda gruggugar í leysingum.
 • Frumbjarga: er lífvera sem getur framleitt þau lífrænu efni sem hún þarf.
 • Ófrumbjarga: er lífvera sem þarfnast efna frá frumbjarga lífveru.
 • Innri öfl: er t.d. jarðskjálftar og eldgos. Þau fá orku sína frá iðrum jarðar.
 • Ytri öfl: er t.d. jöklar, vindur, úrkoma eða frost. Þau fá orku sína frá sólinni.
 • Þjórsá: er lengsta á Íslands. Hún á upptök sín í Hofsjökli og rennur til sjávar vestan Þykkvabæjar. Hún er jökulá en það renna margar dragár og lindár í hana.

Hlekkur 6 vika 3

Mánudagur 9. apríl

Í þessum tíma töluðum við um virkjanir í Þjórsá og kíktum á nokkrar glærur.

Miðvikudagur 11. apríl

Í þessum tíma var okkur fyrst skipt í þriggja manna hópa, ég var með Möggu og Guðnýju. Við áttum að lesa gagnvirkann lestur um Þjórsá. Þegar að við vorum búnar að lesa áttum við að segja orð sem voru í textanum sem að við skildum ekki. Gyða skrifaði öll orðin á töfluna og útskýrði þau fyrir okkur. Síðan áttum við að finna eins mörg orð og við gátum sem byrjuðu á Þjórsá, síðan skrifuðum við orðin á spjöld og hengdum þau upp á vegg. Þegar að við vorum búin að því þá var okkur skipt í nýja hópa og ég var með Vigga og Ingibjörgu. Við áttum að búa til orð úr orðum sem Gyða gaf okkur, okkur gekk alveg vel.

Fimmtudagur 12. apríl

Í þessum tíma var próf úr kaflanum. Mér gekk ekki alveg nógu vel og ég náði ekki að klára það.

Frétt

Hlekkur 6 vika 2 og stöðvavinna

Miðvikudagur 4. apríl

Í þessum tíma var Near-pod kynning um vistfræði. Mér fannst þessi kynning alveg frekar skemmtileg en samt erfið og að hugsa mikið haha.                                                                        Eftir kynninguna var stöðvavinna, samt bara í 20 mín eða eitthvað þannig. Ég, Magga og Ingibjörg vorum saman og við náðum bara að fara á eina stöð. Við fórum á stöð 7, þar áttum við að tengja fjögur orð saman sem að tengdust, svona eins og í útsvari. Þetta var erfitt.

Fimmtudagur 5. apríl

Í þessum tíma bloggaði ég og gerði eina stöð.

Stöð 2.  Af hverju voru Þjórsárver friðlýst?                                                                                         Árið 1981 voru Þjórsárver fyrst friðlýst sem friðland. Hún var endurskoðuð árið 1987 og síðan aftur árið 2017.

Friðlýsingin er til þess að tryggja markvissa og víðtæka verndun gróðurlendis Þjórsárvera, vistkerfi veranna,

Hlekkur 6 vika 1

Mánudagur 5. mars

Í þessum tíma byrjuðum við á nýjum hlekk sem að er um Þjórsá. Við byrjuðum aðeins að tala saman, t.d. um bloggið og síðasta hlekk. Síðan horfðum við á myndband og við áttum að skrifa staðina sem að við þekktum og vissum hvað hétu à blað. Síðan sagði hún okkur hvað við ætlum að gera í þessum hlekk.

Miðvikudagur 7. mars

Við byrjuðum á Near-pod kynningu og síðan fórum við í stöðvavinna restina af tímanum. Ég Guðný og Magga vorum saman og við náðum bara einni stöð, nr. 10. Þar áttum við að teikna Háifoss og gefa fram nokkrar upplýsingar.

Hér er framlagið mitt 🙂

Fimmtudagur 8. mars

Kláruðum hikmyndina. Ég, Guðný og Magga vorum saman. Við ætluðum að nota green screen og vorum búnar að vera frekar lengi að finna útúr því, síðan var bara of lítill tími til þess að klára þannig við ákváðum að breyt til og gerðum bara hikmynd án green screen.

samantekt úr hlekk 5

Bylgjur og orka


Í þessum hlekk fjölluðum við um bylgjur, orku og hljóð.

Hérna koma punktar um flest allt það sem við lærðum.

 

 • Bylgjulengd: fjarlægðin frá bylgjutoppi til bylgjutopps, bylgjudali til bylgjudals eða frá jafnvægisstöðu til jafnvægisstöðu.
 • Bylgjutoppur/öldutoppur: efsti punkturinn í bylgjunni.
 • Bylgjudalur/öldudalur: neðsti punkturinn í bylgjunni.
 • Jafnvægisstaða: miðpunkturinn í bylgjunni.
 • Sveifluvídd/útslag: fjarlægðin frá jafnvægisstöðu til bylgjudals eða bylgjutopps.
 • Tíðni: fjöldi sveiflna á sek, hún er mæld með Hz=Hertz. Því minni bylgjulengd, því meiri tíðni (það komast fleiri fyrir).
 • Þverbylgjur: sveiflan er hornrétt á útbreiðslustefnuna. þverbylgja
 • Langsbylgjur: sveiflast samsíða útbreiðslustefnu. langsbylgja
 • Dopplerhrif: breyting á tíðni og tónhæð hljóðs.
 • Úthljóð: hljóð sem hefur hærri tíðni en 20.000 Hz.
 • Styrkur: mældur með db:desibil.
 • Hljóðmúr: orðið vísar til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann.
 • Hljóð berst best í föstum efnum svo vökva og síðan lofti.